Samkvæmt nýjum tölum á covid.is er enginn í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra og tveir í sóttkví. Eitt innanlandsmit greindist í gær en fá smit hafa greinst innanlands undanfarið en töluvert meira við landamærin.
Hvenær verður vandi að krísu?
Að íslensk leikskólabörn séu æ oftar farin að spjalla sín á milli á ensku, telja á ensku, þekkja litina á ensku: Vandi eða krísa? Að nærri helmingur drengja geti ekki lesið sér til gagns: Vandi eða krísa? Að Ísland sé neðst Norðurlanda þegar kemur að lesskilningi nemenda, og að staðan sé sú að fá þátttökuríki PISA hafi lækkað jafnmikið frá síðustu aldamótum: Vandi eða krísa?
Ég biðst afsökunar á því að komast ekki á fundinn núna á fimmtudaginn. Þar hefði ég sannarlega viljað vera og heyra álit ykkar á skipulagsmálum. Ekki síst þeirri þéttingarstefnu sem bæjaryfirvöld hafa sett á oddinn nú um alllangt skeið.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem haldin var í Skagafirði nýverið.
Alvarlegt ástand malarvega í Þingeyjarsveit var til umræðu á fundi sveitarstjórnar á dögunum, en á þessu kjörtímabili hefur sveitarstjórn bókað þrisvar sinnum um bágt ástand þeirra.
„Rótarý hefur gefið mér margt. Félagsskapurinn er ómetanlegur – það að kynnast fólki úr ólíkum geirum og með mismunandi reynslu hefur bæði víkkað sjóndeildarhring minn og veitt mér innblástur. Ég hef einnig fengið tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á líf annarra, bæði hér heima og erlendis,“ segir Elín Hrönn Einarsdóttir félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar. Hún starfar sem iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands.
Viljayfirlýsing um aukið samstarf á milli Akureyrarbæjar og Gimli í Kanada hefur verið undirrituð. Með yfirlýsingunni er styrkari stoðum rennt undir samstarf á sviði menningarmála, menntunar, sjálfbærrar ferðaþjónustu og nýsköpunar.
Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16.15 heldur Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður, síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Að byggja stafræna textílbrú milli fortíðar og framtíðar. Aðgangur er ókeypis.
Ég er oft spurður um það hvort ég mundi taka að mér að vera verjandi kynferðisbrotamanns, barnaníðings eða hryðjuverkamanns sem hefði drýgt hroðaleg níðingsverk. Ég svara undantekningalaust játandi og margir verða undrandi og jafnvel hneykslaðir á svarinu.
„Líffræðin er órjúfanlegur þáttur okkar daglega lífs,“ segir Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við Auðlindadeild, aðspurð um mikilvægi líffræðinnar, kennslu og rannsóknir henni tengdar. „Fólk getur alveg reynt að leiða líffræðina hjá sér en fyrr eða síðar finnur hún okkur.“