Enginn deildarbikar hjá Akureyri í ár

Eftir leiki gærdagsins í N1-deild karla er ljóst að hvorki Akureyri né Valur, sem mætast á sunnudaginn, eiga möguleika á fjórum efstu sætum deildarinnar sem gefur sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs. Þar sem HK og FH unnu sína leiki fóru möguleikar norðanmanna út um þúfur, en Akureyri lék til úrslita um bikarinn í fyrra. Norðanmenn fá því langt jólafrí í ár.

Nýjast