Umfangsmiklar endurbætur standa nú yfir á dráttarbraut Slippsins Akureyri. Verið að endurnýja burðarvirki og hjólastell undir sleðanum. Einnig hafa sporin út í sjó verið endurnýjuð og lagfærð. Með þessum lagfæringum verður hægt að taka upp skip sem eru allt að 1.500 þungatonn í stað 1.000 þungatonn eins og undanfarin ár. Þegar sleðinn var nýr var hægt að taka upp skip sem voru allt að 2.000 þungatonn.
Kostnaður við þessar endurbætur er um 40-50 milljónir króna og eru þær umfangsmestu frá því að dráttarbrautinn var tekin í notkun á sjöunda áratugnum. Nú verður hægt taka fleiri og stærri skip í sleðann og auka þannig sveigjanleika við slipptöku en stærstu skipin eru sem fyrr tekin í flotkvínna.