Elvar Páll hetja KA-manna á Kópavogsvelli

Elvar Páll Sigurðsson var hetja KA er hann skoraði þrennu í 4:3 sigri norðanmanna gegn HK á Kópavogsvelli í dag í þriðju umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. HK hafði 3:1 forystu í hálfleik en mögnuð endurkoma KA í seinni hálfleik skilaði þremur stigum í hús hjá norðanmönnum. Elvar Páll skoraði sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Einnig skoraði Andrés Vilhjálmsson fyrir KA í leiknum en hjá HK skoruðu þeir Ásgeir Aron Ásgeirsson, Eyþór Helgi Birgisson og Fannar Freyr Gíslason.

 

Úrslit í 1. deild karla í dag:

 

HK 3-4 KA:

Selfoss 1-2 ÍA:

ÍR 1-3 Haukar:

BÍ/Bolungarvík 3-1 Fjölnir

Víkingur Ólafsvík 1-1 Grótta:

 

Þróttur og Leiknir R. mætast á Valbjarnarvelli kl. 16:00.

 

Með sigrinum er KA komið með sjö stig í öðru sæti deildarinnar en HK hefur eitt stig á botninum. ÍA trónir á toppnum með níu stig. 

Nýjast