Elmar byrjar vel í Noregi

Fyrrum KA- maðurinn, Elmar Dan Sigþórsson, er að gera góða hluti í Noregi þar sem hann spilar með 3. deildarliðinu Tornado Malöy. Á heimasíðu félagsins er könnun þar sem mönnum eru gefin atkvæði eftir því sem þeir standa sig vel. Elmar Dan er í öðru sæti á þessum lista með 26 % atkvæði, aðeins tveimur atkvæðum minna en efsti maður. Elmar gekk til liðs við félagið í vor og hefur byrjað tímabilið með glæsibrag hjá félaginu.

Nýjast