Ellert Örn ráðinn forstöðumaður íþróttamála

Ellert Örn Erlingsson hefur verið ráðinn forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ. Ellert er fæddur árið 1975, menntaður sem íþróttakennari, M.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc. í íþróttasálfræði. Hann hefur starfað sem íþróttakennari og skólastjóri og er nú búsettur í Lundi í Svíþjóð. Alls sóttu 42 um stöðuna. Starf forstöðumanns íþróttamála felur í sér ábyrgð á stjórnun málaflokksins, rekstri  hans, stefnumótun, þróun og þjónustu á sviði íþróttamála sem er á vegum samfélags- og mannréttindadeildar ásamt stefnumörkun og áætlanagerð. Forstöðumaður íþróttamála starfar m.a. með íþróttaráði og annast samskipti við íþróttafélög og aðra sem tengjast íþróttastarfi.

Nýjast