Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í ellefu kjördeildir í
alþingiskosningunum þann 25. apríl nk., þannig að tíu verði á Akureyri og ein í Hrísey. Á Akureyri verði kjörstaður
í Verkmenntaskólanum á Akureyri og í Hrísey í Grunnskólanum.
Þá lagði kjörstjórnin á Akureyri ennfremur til við bæjarráð að kjörfundur standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 á
Akureyri, en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey.