Eldur kom upp hjá Sæplasti á Dalvík

Eldur kom upp ofan á einum bræðsluofni í verksmiðju Sæplasts á Dalvík laust fyrir klukkan fimm í morgun. Óttast var í fyrstu að eldurinn bærist í klæðningu á lofti hússins og berast þá um allt. 

Slökkviliðið á Dalvík var kallað á vettvang en þá höfðu starfsmenn Sæplasts þegar hafið slökkvistarf. Slökkviliðið réði niðurlögum eldsins áður en hann náði útbreiðslu. Loftræstikerfið í húsinu sá um reyksræstingu. Vísir sagði fyrst frá þessu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verða eldsupptök könnuð þegar ofninn hefur ná að kólna niður. 

Nýjast