Eldur kom upp í einni af vélum Becromal í aflþynnuverksmiðju fyrirtækissins við Krossanes í gær. Starfsmenn verksmiðjunnar brugðust
skjótt við og slökktu eldinn með slökkvitækjum og höfðu slökkt allan eld þegar slökkviliðið kom á vettvang. Nokkrar skemmdir
urðu á vélinni sem kviknaði í en eldurinn hafði ekki áhrif á aðra starfsemi verksmiðjunnar. Ekki er vitað um upptök eldsins á
þessu stigi, eftir því sem fram kemur á vef Slökkviliðs Akureyrar.