Eins og fram hefur komið hefur fyrirtækið Fura ehf. óskað eftir leyfi til að starfrækja móttöku fyrir brotamálma og notaða hjólbarða í vesturhluta húsnæðis og á lóðinni að Óseyri 3. Meirihluti skipulagsnefndar Akureyrarbæjar telur að umbeðin starfsemi geti verið á lóðinni. Hins vegar hefur komið fram óánægja meðal íbúa í næsta nágrenni með fyrirhugaða starfsemi.