Ekki kvikað frá því að gera könnun á þörf fyrir Dalsbrautinni

Jóhannes Gunnar Bjarnason bæjarfulltrúi spurðist fyrir á síðasta fundi bæjarráðs, um afstöðu meirihlutans um lagningu Dalsbrautar, í framhaldi af stefnuræðu formanns skipulagsnefndar á síðasta bæjarstjórnarfundi. Fulltrúar meirihlutans óskuðu bókað að í engu verði hvikað frá meirihlutasamkomulaginu um að fyrsta skref í því verkefni er könnun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar.  

Í meirahlutasamkomulagi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá árinu 2006 kemur m.a. fram, að íbúum Naustahverfis verði tryggð eðlileg uppbygging samgöngumannvirkja og tengingu syðri hluta hverfisins niður á Drottningarbraut. "Miðhúsabraut verður lögð á árinu 2006 og athugun verður gerð á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar tveimur árum eftir að Miðhúsabraut hefur verið tekin í notkun. Að þessu verður unnið í fullu samráði við íbúa og hverfisnefndir," segir ennfremur í samkomulaginu. Miðhúsabraut var tekin í notkun á síðasta ári en ekki árið 2006 eins og til stóð og því er nokkuð langt í að fram fari athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar.

Nýjast