Ekki gerðar breytingar á morgunverði leikskólabarna um áramót

Vegna fjölda athugasemda frá foreldrum hefur Akureyrarbær ákveðið að endurskoða fyrirhugaðar breytingar á morgunverði leikskólabarna á Akureyri. Þær koma því ekki til framkvæmda í byrjun næsta árs eins og gert var ráð fyrir. Kynningarfundi um málið, sem átti að halda í kvöld, þriðjudagskvöldið 20. desember, hefur því verið aflýst.

Akureyrarbær þarf eftir sem áður að leita leiða til þess að draga úr kostnaði við rekstur leikskólanna og mun leitast við að gera það í samvinnu við foreldra leikskólabarna. Leikskólar Akureyrarbæjar munu áfram kappkosta að viðhalda fjölbreyttni og hollustu matarins sem er í boði. Grannt verður fylgst með næringargildi máltíðanna sem verður reiknað út af sérfræðingum og birt ásamt matseðlunum á heimasíðum leikskólanna. Akureyrarbær hefur gert samning við birgja sem annast sölu á kjötvörum, fiski, ávöxtum og grænmeti. Til að tryggja gæði og hagsmuni leikskólabarnanna hefur verið samið við sérfræðinga um eftirlit með hráefnunum. Þetta kemur fram vef Akureyrarbæjar.

 

Nýjast