Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Eiríkur hefur setið á stóli bæjarstjóra frá 2002; fyrst tvö kjörtímabil á Egilsstöðum og tíminn á Akureyri verður orðinn jafnlangur þegar kosið verður í vor. Var ráðinn nyrðra 2010 þegar Listi fólksins náði meirihluta í bæjarstjórn.
„Þetta er orðinn ágætur tími, krefjandi starf en mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur í Morgunblaðinu.