Akureyringurinn og handboltaskyttan, Einar Logi Friðjónsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska handknattleiksfélagið , Ribe- Esbjerg HH, sem leikur í næstefstu deild í Danmörku en frá þessu er greint á handboltavefnum, haanbold.com, í morgun.
Einar Logi er uppalinn KA- maður og á að baki fjölmarga leiki með Akureyri Handboltafélagi auk þess sem hann hefur leikið í Þýskalandi og í sænsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék með IFK Skövde á síðustu leiktíð.