Eik frá Akureyri tryggði sér óvænt sæti í undanúrslitum kvenna í bikarkeppni Blaksambands Íslands en annað undanmót keppninnar fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag í karla-og kvennaflokki. HK er einnig komið áfram í kvennaflokki en í karlaflokki komust KA og Stjarnan áfram.
Undanúrslitaleikirnir í bikarnum fara fram laugardaginn 17. mars í Laugardalshöllinni en úrslitaleikirnir daginn eftir, sunnudaginn 18. mars. Liðin fjögur sem komust áfram um helgina fara í pott sem dregið verður úr í næstu viku.
Undanúrslitaleikir kvenna:
Þróttur Nes - Eik/HK
Afturelding - HK/Eik
Undanúrslitaleikir karla:
Þróttur R - KA/Stjarnan
HK - Stjarnan/KA