Kristján Skarphéðinsson, betur þekktur sem Kristján í Amaro, er sennilega einn sá langlífasti í verslunarbransanum hér á landi. Frá blautu barnsbeini hefur Kristján verið viðloðandi verslun en foreldrar hans, Skarphéðinn Ásgeirsson og Laufey Tryggvadóttir, voru ákveðnir frumkvöðlar í verslunargeiranum á Akureyri. Kristján kemur úr mikilli verslunarfjölskyldu og segir það hafi legið beint fyrir að feta þá braut.
Hann hefur staðið vaktina í versluninni Valrós í Amarohúsinu undanfarin ár frá því að konan hans féll frá eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Vikudagur ræddi við Kristján um verslunina og lífið en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.