Eftirvinnan við gerð Vaðlaheiðarganga hefur gengið hægar en vonir stóðu til þegar gegnumslagið var í lok apríl á síðasta ári. Verktaki gerði ráð fyrir að eftirvinnan eftir gegnumslag myndi taka 15 mánuði og stóð til að vinnan myndi að klárast í júlí eða ágúst á þessu ári. Óvíst er hvort að sú áætlun standist en áfram er þó stefnt að verklokum í haust.
„Svo er líka möguleiki á þetta tefjist enn meira. Það er mjög erfitt að segja til um þetta á þessum tímapunkti,“ segir Valgeir Bergmann Magnússon framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga í samtali við Vikudag.
Á vefsíðu Vaðlaheiðarganga segir að lokastyrkingar séu komnar á um 95% ganganna.Vatnsklæðning í göngunum gengur ágætlega og er unnið á tveimur stöðum samtímis.Stofnlögn í göngum kominn á um 3,5 km kafla eða 46% af heild. Lokið var að steypa vegskála fyrir jólafrí en unnið hefur verið að fjarlægja mótin og hreinsa til. Þá er tæknirými í Fnjóskadal langt komið.