Fulltrúar F-lista lögðu fram tillögu ásamt rökstuðningi á fundi sveitarstjórnar, þar sem lagt var til að leyfa efnistöku í
landi Hvamms. Sú tillaga var felld með fjórum atkvæðum H-lista. Fulltrúar F-lista lýstu í bókun, furðu sinni á þeim
vinnubrögðum meirihlutans að hafna breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar m.t.t. fyrirliggjandi gagna um málið. Þeir bentu jafnframt á að
vinnubrögð meirihlutans og afgreiðsla í þessu máli muni hugsanlega skapa sveitarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart landeiganda.
Sveitarstjóra var falið að hafa samband við landeiganda og leita lausna í málinu.