David Disztl var maður leiksins en hann skoraði þrennu fyrir KA í kvöld. Auk Disztl skoruðu þeir Andri Fannar Stefánsson og Bjarni Pálmason sitt markið hvor fyrir heimamenn.
Mörk ÍR- inga í leiknum skoruðu þeir Guðfinnur Þórir Ómarsson, Árnir Freyr Guðnason og Haukur Ólafsson.
Eftir sigurinn eru KA- menn komnir í 17 stig eftir níu leiki og eru komnir upp í 2. sæti deildarinnar.
Ítarlega verður farið yfir leikinn í Vikudegi á morgun.