Ragnar Jóhann Jónsson frá Deloitte á Akureyri afhenti Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri höfðinglega peningagjöf frá fyrirtækinu í gær, að upphæð 200.000 krónur. Deloitte hefur styrkt hin ýmsu málefni á undanförnum árum í stað þess að senda út jólakort eins og mörg fyrirtæki gera. Á hverju ári velur Deloitte 3-5 ný málefni á landinu til að styrkja.
Fjölsmiðjan á Akureyri er vinnustaður fyrir ungt fólk sem hefur tímabundið dottið út úr skóla eða misst vinnuna. Vinna unga fólksins er við bílaþvott, eldhússtörf og nytjamarkaðinn sem allir Akureyringar ættu að vera farnir að þekkja.