Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráða deildarstjóra til 31. júlí 2010, vegna vinnu
við samþættingu grunn- og leikskóla Hrafnagilsskóla. Vinna við samþættingu skólanna skal taka mið af framkvæmdaáætlun sem
samþykkt var af skólanefnd 3. mars 2009 og staðfest af sveitarstjórn 31. mars sl.
Þá var á fundi sveitarstjórnar samþykkt samhljóða erindi frá Sigríði Örvarsdóttur, þar sem hún
óskaði eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn.