Degi umhverfisins verður fagnað með ýmsu móti á Akureyri í dag en þessi dagur er haldinn hátíðlegur á Íslandi 25. apríl ár hvert samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins, og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði fyrst á íslensku þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Gamla gróðrarstöðin, Krókeyri
Opið hús kl. 1316
Kynning á starfsemi Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins. Einnig verður hægt að sjá og kynnast ræktun matjurta og sumarblóma í ræktunarstöð Akureyrarbæjar.
Lystigarðurinn
Opið hús kl. 1316
Lystigarðurinn er á suðurbrekkunni sunnan Menntaskólans og er hann rekinn af Akureyrarbæ sem grasagarður og almenningsgarður. Almenningsgarðurinn var opnaður formlega 1912 og er því 100 ára í ár en rekstur grasagarðsins hófst 1957. Garðurinn er um 3,7 hektarar að stærð. Hlutverk garðsins er margþætt. Fyrst og fremst er þó lögð áhersla á að finna með innflutningi og prófunum, fallegar, harðgerar, erlendar plöntur sem eftirsóknarvert væri að rækta hérlendis auk þess að vera almenningsgarður sem nýtist fólki til fróðleiks og skemmtunar.
Vor í Kjarnaskógi
Gönguferð kl. 17
Gönguferð við allra hæfi um Kjarnaskóg þar sem hægt verður að fræðast um trjágróður skógarins. Lagt af stað frá Kjarnakoti. Leiðsögumaður verður Ingólfur Jóhannsson.
Allar nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála í síma 460 1134 og á netfangi jbg@akureyri. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.