Dean og Disztl í bann

Dean Martin og David Disztl hjá KA voru báðir úrskurðaðir í eins leiks keppnisbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þeir missa því af mikilvægum útileik gegn Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu sem fram fer annað kvöld.

Það er ljóst að þetta er mikil blóðtaka fyrir KA sem enn eigir von um úrvalsdeildarsæti að ári. Disztl hefur verið helsti markaskorari liðsins undanfarna leiki og skorað níu mörk í 13 leikjum.

Þá fékk Víkingur Pálmason leikmaður Þórs eins leiks bann og missir hann af heimaleik Þórs gegn Víkingi R. annað kvöld.

Andri Heiðar Ásgrímsson leikmaður Magna í 2. deild fékk einnig eins leiks bann.

Nýjast