Boðið verður upp á viðamikla dagskrá í Háskólanum á Akureyri á morgun, 1. desember. Dagskráin hefst á málþingi sem er tileinkað stjórnlagaráðinu og nýrri stjórnarskrá og að því loknu hefst dagskrá við Íslandsklukkuna. Klukkunni verður hringt 11 sinnum fyrir árið 2011 kl. 16.15 af Kristínu Ástgeirsdóttur, jafnréttisstýru. Barnakór Giljaskóla syngur inn jólamánuðinn.
Kl. 13:30 16:00: Stjórnarskrá í mótun - Hvernig lítur hún út?
Málþing í stofu M102, frummælendur eru: Salvör Nordal, Oddný Mjöll Arnardóttir, Jón Ólafsson, Björg Thorarensen og Ágúst Þór Árnason. Fundarstjóri er Guðmundur H. Frímannsson.
Kl. 16:30 Í anddyri háskólans, Miðborg verður boðið upp á kakó og smákökur og barnakór Giljaskóla syngur jólalög. Á bókasafni háskólans verður opnuð sýningin Íslenskt landsslag og blóm. Listaverkin eru í eigu Háskólans á Akureyri eftir listamannahjónin Karen Agnete Þórarinsson og Svein Þórarinsson. Sýningarstjóri er Guðmundur Ármann Sigurjónsson.