Tryggvi Harðarson hefur látið af starfi sveitarstjóra Þingeyjarsveitar og hefur Dagbjört Jónsdóttir tekið við starfinu. Tryggvi óskaði eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum, á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku en hann hefur verið sveitarstjóri sl. fjögur ár. Dagbjört hefur starfað sem skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar og staðgengill sveitarstjóra. Á fundi sveitarstjórnar var oddvita og varaoddvita falið að ganga til samninga við Dagbjörtu um að hún taki að sér starf sveitarstjóra út kjörtímabilið.