Dæla þurfti sjó úr smábáti í Sandgerðisbót

Slökkviliðið á Akureyri var kallað að smábátahöfninni í Sandgerðisbót  skömmu fyrir hádegi, þar sem aðstoða þurfti við að dæla sjó úr báti. Ekki var ljóst, samkvæmt upplýsingum á vettvangi, hvort verið var að taka bátinn á land, eða setja á flot,  þegar hann fór að halla með þeim afleiðingum að sjór komst inn um lensiopið. Dælur um borð höfðu ekki undan og því var leitað eftir aðstoð. Slökkviliðsmenn fóru um borð í bátinn á gúmmíbát og með eina dæla og gekk vel að dæla úr honum. Einnig hafði traktorsgrafa verið notuð til að halda í bátinn, eftir að hann fór að halla. Ekki er talið að leki hafi komið að bátnum en slökkviliðsmenn drógu bátinn á sinn stað í Sandgerðisbótinni á gúmmíbátnum.

Nýjast