Byrjað er að bóka menningar- húsið Hof fram til ársins 2011

Stefnt er að því að Menningarfélagið Hof taki við undirbúningsrekstri Hofs í apríl á þessu ári en mikil vinna er framundan við markaðssetningu hússins. Mikill áhugi er á húsinu og þegar er byrjað að bóka í húsið allt fram til ársins 2011 en verklok eru nú áætluð vorið 2010.  

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir verkefnisstjóri kom á fund stjórnar Akureyrarstofu nýlega og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Stjórnin gerir ekki athugasemdir við að Menningarfélagið Hof taki við undirbúningsrekstri hússins.

Nýjast