27. nóvember, 2008 - 13:16
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var lagt fram erindi frá Stefáni Jónssyni formanni Meistarafélags byggingamanna á
Norðurlandi, þar sem kemur m.a. fram að félagið hvetur bæjarstjórn til að hafa frumkvæði að því að tryggja að
byggingaframkvæmdir stöðvist ekki í bæjarfélaginu.
Jafnframt bendir félagið á að nú sé rétti tíminn til að sinna viðhaldsframkvæmdum þar sem þær eru í senn
mannaflafrekar og krefjast í fæstum tilfellum mikilla innkaupa á efni erlendis frá.