Búið er að opna kjörstaði í kjördæminu og eru þeir opnir sem hér segir:
Akureyrarbæ er skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, eina í Hrísey og eina í Grímsey.
Á Akureyri verður kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verður kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verður kjörstaður í Félagsheimilinu Múla.
Kjörfundur hófst á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.
Kjörfundur er í Hrafnagilsskóla og hefst hann kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372.
Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
Kjörstaður er í Dalvíkurskóla, gengið er inn að vestan.
Kjörfundur hófst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Kjörfundur var settur kl. 10 árdegis og stendur til kl. 18 síðdegis. Kosið er í einni kjördeild í Skjólbrekku.