Brynjar og Helga hlutskörpust í bikarmóti í Hlíðarfjalli

Mynd: Guðmundur Jakobsson.
Mynd: Guðmundur Jakobsson.

Brynjar Jökull Guðmundsson og Helga María Vilhjálmsdóttir báru sigur úr býtum af samanlögðu árangri á FIS/Bikarmótinu sem haldið var í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag og í gær. Brynjar hlýtur því Hermannsbikarinn sem veittur er fyrir bestan samlagðan árangur í karlaflokki en Helga María hlýtur Helgubikarinn fyrir bestan árangur í kvennaflokki.

Brynjar sigraði í sviginu í karlaflokki gær en varð í öðru sæti í dag á eftir Dalvíkingnum Jakobi Helga Bjarnasyni sem var hlutskarpastur í dag. Árangurinn í dag dugði Brynjari hins vegar til sigurs í samanlögðum árangri í karlaflokki.

Katrín Kristjánsdóttir sigraði í svigi í kvennaflokki í gær en Helga María hafnaði þá í öðru sæti. Dæmið snerist við í dag þar sem Helga stóð uppi sem sigurvegari en Katrín kláraði ekki seinni ferðina í dag.

Nýjast