Bryndís setti Íslandsmet í Póllandi

Norðlenska sundkonan Bryndís Rún Hansen setti Íslandsmet í morgun í 50 m flugsundi á Evrópumótinu í 25 m laug sem fram fer í Póllandi. Metið setti Bryndís í riðlakeppni en hún kom í mark á tímanum 26,80 sekúndum og bætti sitt eigið met. Bryndís syndir aftur í milliriðlum í dag.

Alls keppa fjórir íslendingar á mótinu en þetta eru þau Bryndís Rún Hansen Bergensvömmerne, Hrafn Traustason SH, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir SH og Karen Sif Vilhjálmsdóttir SH.

Nýjast