Brjóstahöld koma umtalsvert við sögu á Akureyrarvöku

Brjóstahöld koma umtalsvert við sögu á Akureyrarvöku því Saumakompan, saumastofa nokkur hér í bæ kallar eftir brjóstahöldum af öllum stærðum og gerðum. Brjóstahöld eru ekki bara huggulegur klæðnaður sem heillað hefur konur um aldir alda heldur hafa þeir því hlutverki að gegna að verma dýrmætan lífsvökva hvítvoðungana.  

Sú hefð hefur skapast að Akureyrarvöku lýkur með pompi og prakt á götum úti og kemur þá í ljós í hvaða hlutverki brjóstahöldin gegna. Undirbúningur Akureyrarvöku stendur nú sem hæst og er nú þegar búið að staðfesta dagskrárliði á borð við Rómantík í rökkrinu í Lystigarðinum, Draugaslóð í Innbænum, Uppskerumarkað Friðriks V og Matur úr Eyjafirði, Söngur og súkkulaði í fjósinu við Galtalæk, Sirkusinn Sannleikur, Eikarbáturinn Húni ll og Stórtónleikar í Gilinu. Akureyrarbær mun iða af lífi í öllum krókum og kimum og kórar syngja á landi og sjó.

Nýjast