Breytingar gerðar á samningum sem snúast um verulega fjárhagslega hagsmuni

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu í vikunni var lögð fram til kynningar og umræðu úttekt á rekstri Leikfélags Akureyrar sem gerð var í kjölfar fjárhagsvandræða félgsins. Í bókun stjórnar kemur fram að ljóst sé að ábyrgð á því hvernig fór í rekstri LA liggi víða og mikilvægt sé að nýta úttektina til þess að draga af henni lærdóm. Stjórn Akureyrarstofu hefur þegar tekið ákvörðun um að gera breytingar á öllum samningum sem gerðir verða sem snúast um verulega fjárhagslega hagsmuni, þannig að eftirlit verði skýrara og öruggara.

Nýjast