Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á glæsilega flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það eru Vinir Akureyrar sem standa fyrir þessari uppákomu nú líkt og í fyrra, í samstarfi Akureyrarstofu, Súlur, björgunarsveitina á Akureyri og ýmis fyrirtæki.
Davíð Rúnar Gunnarsson, einn Vina Akureyrar, segist ekki geta hugsað sér gamlárskvöld án brennu og flugeldasýningar. Hann segir að það hafi gengið ótrúlega vel að fá fyrirtæki til taka þátt í kostnaði við flugeldasýninguna og einnig hafi Akureyrarbær lagt sitt af mörkum. Félagar í Súlum séu ávallt tilbúnir til að sjá um flugeldasýninguna en bærinn sér um brennuna líkt og áður. Davíð Rúnar naut aðstoðar þeirra Arinbjörns Þórarinssonar á Greifanum og Guðmundur Tryggvasonar á Bautanum við að safna fyrir flugeldasýningunni. Brennan og flugeldasýningin eru ómissandi á gamlárskvöld, enda með stærri viðburðum ársins. Það er ástæða til hvetja fólk til skilja bíla sína eftir heima, svo ekki myndist umferðaröngþveiti á svæðinu, sagði Davíð Rúnar.
Auk Akureyrarbæjar leggja 14 fyrirtæki pening í pott vegna flugeldasýninginnar, kr. 50.000,- hvert: Fyrirtækin eru; Greifinn, Bautinn, Strikið, Jón Sprettur, Brauðgerð kr. Jónssonar, Bakaríið við Brúna, Höldur ehf, Kjarnafæði hf, Gallerý, Keahótel ehf, Norðlenska matborðið, Túnþökusala Kristins, Finnur ehf og Rafeyri.