Bréfamaraþon Amnesty á Amtsbókasafninu

Bréfamaraþon Amnesty International verður á Amtsbókasafninu á Akureyri laugardaginn 13. desember frá kl: 12:00 til 17:00. Bréfamaraþon er árlegur atburður sem haldinn er til að virkja fólk eins og þig og mig til að styðja þolendur mannréttindabrota í verki.  

Bréfamaraþonið fer fram með því að fólk mætir á Amtsbókasafnið, þegar því hentar milli kl 12-17 og skrifar þolendum bréf eða kort. Fólk stoppar ýmist við í stutta stund og skrifar nokkur bréf eða dvelur lengur og skrifar sig máttlaust. Á staðnum verða upplýsingar um valda þolendur sem Amnesty liðsinnir og fyrirfram skrifuð bréf og kort sem einungis þarf að undirrita og setja í umslög. Amnesty útvegar ritföng og sér um að pósta bréfin. Í veitingasal safnsins verður boðið uppá kaffi og meðlæti ástamt hjartastyrkjandi lifandi tónlist. Bréfamaraþonið er einnig ærin ástæða til að heimsækja Amtsbókasafnið, segir í fréttatilkynningu, hvort sem er til að rifja upp fyrri kynni við safnið eða mæta og skoða þessa perlu Akureyrar í fyrsta sinn.

Nýjast