Í liði hennar eru: Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Haukur Gröndal á saxófón, Erik Qvick á trommur og Þórður Högnason á kontrabassa. Fyrri tónleikar þeirra fyrir sunnan vöktu verðskuldaða athygli og ánægju og nú er það í Deiglunni sem sömbugleðin gerist kl. 21:30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og minna má á þau vildarkjör að kaupa áskrift á 6 tónleika á aðeins 500 kr. í hvert skipti, sem gilda líka sumarið 2010, segir í fréttatilkynningu.