Bráðamóttaka SAk tekur þátt í tilraunaverkefni

Bráðamóttaka Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) er einn fjögurra staða á landinu sem tekur þátt í tilraunaverkefni Landlæknisembættisins. Verkefnið lýtur að þjónustukönnun meðal notenda heilbrigðisþjónustu.

Á vef SAk kemur fram að Könnunin sé gerð á rafrænan hátt og geta notendur látið í té skoðun sína á þjónustunni með hjálp ákveðins forrits. Mikilvægt er að notendur heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisyfirvöld vinni saman að því að efla gæði og öryggi þjónustunnar og væntir embættið þess að umræddar þjónustukannanir verði liður í því mikilvæga starfi.

Nú gefst þeim sem nýta sér þjónustu bráðamóttöku kostur á að svara spurningum sem lúta að þjónustu deildarinnar og koma á framfæri ábendingum. Upplýsingaskilti um könnunina og spurningastandurinn er staðsettur við útgöngudyr bráðamóttöku og verður þar um óákveðinn tíma.

 

Nýjast