Bókamarkaðurinn opnar á Akureyri á föstudag

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er kominn norður og opnar í rúmgóðu húsnæði á Dalsbraut, við hlið Bakaríis við brúna, kl. 11.00 föstudaginn 3. apríl. Á fimmta þúsund bókatitlar verða í boði og eru sumar bækurnar á hreint ótrúlegu verði. Markaðurinn stendur fram á annan í páskum.  

Að þessu sinni eru í boði mun fleiri titlar hljóðbóka en áður og þá verða barnaföt til sölu. Bókamarkaðurinn verður opinn frá næsta föstudegi frá kl. 11-18 og á þeim tíma fram á annan í páskum en þó verður lokað föstudaginn langa og páskadag. Bókamarkaðurinn gekk gríðarlega vel í Reykjavík á dögunum og er viðbúið að það verði handagangur í öskjunni við Dalsbrautina á næstunni.

Nýjast