Í stórum dráttum er fjallað um fatagerð sem heimilisiðnað, upphaf fataframleiðslu og fataverksmiðjur SÍS á Akureyri og Álafossi. Einnig er fjallað um kreppuna á 4. áratugnum, seinni heimsstyrjöldina og inngönguna í EFTA og áhrif þeirra á iðnframleiðslu og útflutning á fatnaði. Farið er inn á þróun menntunar á sviði fatagerðar og fatahönnunar, heimilis- og listiðnað, tískusýningar, kaupstefnur og fleira. Að lokum er skoðuð staða fatahönnunar á síðustu árum og safngildi greinarinnar. Bókin er 246 blaðsíður, ríkulega myndskreytt í lit og fæst í verslunum Eymundsson. Höfundur gefur sjálfur út bókina.