Bleikt kvöld á Icelandair

Í tilefni þess að bleikum mánuði er að ljúka verður Bleikt kvöld á Icelandair hótel á Akureyri í kvöld kl. 20:00.  Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur safnað 7,7 milljónum króna frá áramótum og í kvöld bætist við framlag Dömulegra dekurdaga sem mun afhenta styrk í þágu málefnisins en verið er að safna fyrir brjóstaómskoðunartæki fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri.

Flutt verða ávörp og tónlistaratriði og eru sérstakir gestir þær Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Dórothea Jónsdóttir, Ólöf Elfa Leifsdóttir og Ragnheiður Baldursdóttir.  Aðgangur að dagskránni er 1000 kr og rennur hann óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Nýjast