Blak: Brons á Evrópumóti smáþjóða

Íslenska karlalandsliðið í blaki endaði í þriðja sæti á Evrópumóti smáþjóða sem lauk í Lúxemborg um helgina. Ísland lagði Norður- Írland í þremur hrinum í leik um bronsið. Með liðinu spiluðu KA- mennirnir Hafsteinn Valdimarsson, Kristján Valdimarsson og Hilmar Sigurjónsson.

Þriðja sætið í mótinu veitir liðinu rétt til að taka þátt í Evrópukeppninni á næsta ári, en þó þarf liðið líklegast að leika umspilsleiki við aðra þjóð áður en það heldur á Evrópumótið.

Nýjast