Íslandsmótið í íshokkí karla hófst með leik Bjarnarins og Íslandsmeistara SA Víkinga sl. þriðjudagskvöld en leikið var í Skautahöllinni á Akureyri. Björninn hafði betur eftir framlengingu, 6-5. SA Víkingar hefja því titilvörnina á tapleik. Orri Blöndal og Trausti Bergmann skoruðu tvö mörk hvor fyrir SA og Lars Foder eitt mark.