Einn leikur fór fram á Íslandsmóti karla í íshokkí gær er Björninn lagði lið Jötna, 4-3, í Skautahöllinni á Akureyri. Jötnar gátu jafnað metin úr vítaskoti þegar tuttugu sekúndur voru eftir en Dananum Lars Foder brást bogalistinn og Björninn fagnaði því dýrmætum sigri í toppbaráttunni. Með sigrinum fara Bjarnarmenn upp í 24 stig á toppi deildarinnar. Liðið hefur hins vegar leikið tveimur leikjum meira en SA Víkingar sem hafa 18 stig í öðru sæti, og fjórum leikjum meira en SR hefur 15 stig í þriðja sæti. Jötnar hafa sex stig í neðri hlutanum.
Mörk Jötna: Lars Foder 1, Ingvar Jónsson 1, Andri Mikaelsson 1.
Mörk Bjarnarins: Birkir Árnason 1, Matthías Sigurðsson 1, Hjörtur Björnsson 1, Sergei Zak 1.