Björn Heiðar Sigurbjörnsson hefur verið settur aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar. Hann tekur við stöðunni af Ingimari Eydal, sem fékk leyfi hjá Slökkviliðinu og réði sig til starfa hjá Isavia á Akureyrarflugvelli. Björn Heiðar hefur starfað í faginu frá 1985. Árið 1996 var hann ráðinn sem slökkviliðsstjóri á Vopnafirði og starfaði við það fram til 2006 þegar hann kom til starfa hjá Slökkviliði Akureyar.
Árið 2007 voru slökkviliðin á Austurlandi sameinuð undir Brunavarnir á Austurlandi og gegndi Björn þar aðstoðarslökkviliðsstjórastöðu. Í fyrra hóf Björn Heiðar síðan aftur störf hjá Slökkviliði Akureyar sem verkefnastjóri í eldvarnareftirliti. Björn Heiðar hefur mikla og góða menntun og reynslu til starfans sem mun nýtast okkur vel, segir Þorbjörn Guðrúnarson slökkviliðsstjóri á vef slökkviliðsins.