Björgunarsveitarmenn grennslast fyrir um þýskan ferðamann

Eftirgrennslan eftir þýskum ferðamanni sem saknað er og talinn er vera staddur norðan Vatnajökuls bar engan árangur í nótt. Vélsleðamenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, Hjálparsveitinni Dalbjörg í Eyjafirði og Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri fóru í nótt og könnuðu alla skála á leiðinni í Nýjadal þar sem síðast heyrðist til mannsins.  

Í ljós kom að hann hafði skrifað í gestabók í Versölum 14. maí en engin önnur ummerki sáust um ferðir hans. Nú er rannsóknarvinna í gangi og verður ákveðið um frekari aðgerðir í framhaldi af henni, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Nýjast