Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, var kölluð út um klukkan 15:00 í gær vegna tveggja hrossa er sátu föst í skurði. Mikið vatn var í skurðinum og stóðu aðeins höfuð þeirra uppúr. Fimm björgunarsveitamenn fóru á staðinn og voru blautgallar með í för svo hægt væri að vinna í vatninu. Fór einn björgunarmanna ofan í skurðinn og kom böndum á hrossin. Voru þau svo dregin upp. Tók aðgerðin um klukkustund.