Stangastökkvarinn Bjarki Gíslason er að gera góða hluti í frjálsum íþróttum. Hann mun keppa fyrir hönd Íslands í Evrópubikarnum í stangastökki í Sarajevo um næstu helgi.
Bjarki keppti á Norðurlandamótinu í fjölþrautum í Kópavogi um sl. helgi og lenti í 4. sæti með 6693 stig. Bjarki sigraði í tveimur greinum, stangarstökki og 400m hlaupi, varð í öðru sæti í spjótkasti og þriðji í 110 m grindahlaupi.