Bilun í jarðstreng olli rafmagnsleysi í Innbænum

Rafmagnslaust varð í Innbænum og nágrenni í kvöld þegar bilun kom upp í jarðstreng sem liggur á milli spennistöðvar í gamla Barnaskólanum við Hafnarstræti (sem hýst hefur Saga Capital) og spennistöðvar neðst í Spítalastíg. Rafmagnið fór af kl. 18.43 en búið var að koma á hringtengingu framhjá bilunni og rafmagn komið á aftur kl. 19.20, segir á vef Norðurorku.

Nýjast