Bíladagar hefjast í vikunni og er að vænta talsverðs fjölda fólks í bæinn ef aðsókn verður svipuð og verið hefur.
Það nýmæli verður á bíladögum í ár að hluti formlegrar dagskrár verður haldinn á akstursvæði
Bílaklúbbs Akureyrar í Glerárdal og þar standa nú framkvæmdir yfir. Í morgun var verið að malbika bílabraut rétt neðan
við bæinn Glerá en þar verður haldin Burn-out keppnin og einnig Drift að þessu sinni.