Bergþór Morthens opnar sýningu í Listagilinu

Listamaðurinn stoltur með sköpunarverk sín í bakgrunninum á nemandasýningu Valand Akademin í Gautabo…
Listamaðurinn stoltur með sköpunarverk sín í bakgrunninum á nemandasýningu Valand Akademin í Gautaborg á síðasta ári. (siglo.is)

Bergþór Morthens opnar myndlistarsýninguna UMMERKI í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag laugardag kl. 14:00.

Bergþór Morthens hefur þetta að segja um sýninguna: „Verkin eru unnin á tvenns konar hátt þar sem tveir stílar takast á þar sem hið gróteska leggst á fínlegra og hefðbundnara undirverk og myndar þar spennu og nýja frásögn. Með eyðileggingunni skapast vísun til Chromophobiu sem er hræðslan við liti og stendur hér fyrir óttan við það að standa fyrir utan hefðbundin valdakerfi,“ segir Berg­þór.

Hann útskrifaðist frá myndlistardeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2004 og lauk síðar mastersnámi í myndlist við Valand háskólann í Gautaborg í Svíþjóð árið 2015. Bergþór hefur haldið einkasýningar á Íslandi og í Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Grikklandi. Sýning Berg­þórs stendur fram yfir Akureyrarvöku eða til 28. ágúst.

Nýjast